Aðalfundur Djáknafélagsins 13.06.2024
Mætt eru: Elísabet Gísladóttir djákni, Hólmfríður Ólafsdóttir djákni, Kristín Kristjánsdóttir djákni, Ásta Ágústsdóttir djákni, Guðmundur Brynjólfsson djákni, Anna Hulda Júlíusdóttir djákni, Ingunn Björk Jónsdóttir djákni, Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni. Anna Elísabet Gestsdóttir djákni, sem ritar fundargerðina.
Setning fundar!
Elísabet Gísladóttir formaður setur fundinn og býður alla velkomna með orð, bæn og texta guðspjallamannsins Matteusar,9:35-38.
„ 35 Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi. 36 En er Jesús sá mannfjöldann kenndi hann í brjósti um hann því menn voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir er engan hirði hafa. 37Þá sagði hann við lærisveina sína: „Uppskeran er mikil en verkamenn fáir. 38 Biðjið því Drottin uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.“
Himneski Guð, við biðjum þig vermdara uppskerunnar að gefa okkur djáknum blessun og styrk – að sinna köllun okkar svo að uppskeran verði eins og þú hefur kallað okkur til. Blessa þú störfin okkar. Blás þú anda þínum í brjóst okkar svo við getum breytt út kærleiksþjónustuna í þessu landi. Blessa okkur á þessum fundi. Í Jesú nafni, Amen.
Kosning fundarstjóra og fundarritara!
- Allir samþykktu að Ásta Ágústsdóttir sem fundarstjóra þessa aðalfundar.
- Allir samþykktu að Anna Elísabet Gestsdóttir er ritari aðalfundar.
Fundurinn er samþykktur þar sem hann var boðaður tveimur vikum fyrir fundinn.
Fundargerð síðast fundar lesin upp!
- Fundargerð síðasta aðalfundar var lesin upp á síðasta aðalfundi og var samþykkt.
- Það sem út af stóð var að stemma af reikninga ársins. Verða þeir kynntir samhliða reikningum ársins 2023.
- Fundargerðir verða settar á fb. Ef einhver hefur athugasemdir við þær er gott að koma þeim til skila fyrir næstkomandi aðalfund.
Skýrsla stjórnar!
Elísabet Gísladóttir formaður Djáknafélags Íslands – kynnir skýrslu stjórnar.
Ársskýrsla stjórar DÍ, fyrir 2023!
Kæru félagar DÍ!
Megin áhersla stjórnar félagsins hefur verið að að halda lífi í glæðum þess og gæta hagsmuna félagsmanna. Eins og áður er mikilvægt að við reynum til hins ýtrasta að halda félaginu virku meðan það eru nógu margir djáknar starfandi svo hægt sé að skipa stjórn.
Stefna þessarar stjórnar á þessu starfsári var að stuðla að eflingu djákna og auka víðsýni á tilgang og mikilvægi díakoníu. Það var gert með eftirfarandi hætti:
- Fyrirlestur um hvernig megi efla eigin styrk!
Á félagsfundi kom Matti Osvald markþjálfi og fræddi félaga um hvernig hægt sé að efla innri styrk, erindi sem hann kallaði ,, Listina að velja sig.‘‘
Félagið stóð einnig fyrir ráðstefnu sem bar heitið:
- Getur díakonían bjargað kirkjunni?
Þann 5. mars sl. hélt Djáknafélagið ráðstefnu um díakoníuna. DÍ fékk 300.000.- kr. styrk frá Þjóðkirkjunni og 100.000.- kr. frá Visku, sem áður var Fræðagarður. Auk þess nýtti DÍ Endurmenntunarsjóð félagsins til að standa straum að ráðstefnunni. Fulltrúar í þeirri nefnd, voru: Magnea Sverrisdóttir djákni og Rangheiður Sverrisdóttir djákni/emeritus. Auk þeirra bar stjórnin, hita og þunga af ráðstefnunni. Allir sem komu að undirbúningi og framkvæmd fá bestu þakkir fyrir – auk þeirra sem sáu sér fært að koma. – Mætingin var góð.
Á ráðstefnuna fengum við, eina af helstu fræðikonum á sviði diakoníunnar – Ninnu Edgardh djákna, prest og prófessor í díakoníu, frá Svíþjóð. Ráðstefnan var haldin í Hallgrímskirkju þann 5. mars. frá kl. 10:00 – 15:00.
Ráðstefnunni var skipt í tvo hluta:
- Fyrri hlutinn var flutt erindi, sem opið var öllum fyrir hádegi með veitingum.
- Seinni hlutinn var sniðinn að starfandi djáknum með veitingum um kvöldið.
- Það var margt áhugavert sem kom fram í erindi Ninnu, sem byggir á rannsóknum hennar og niðustöðum – hvort að díakonían viðhaldi kirkjunni inn í framtíðina. Anna Elísabet ætlar að segja frá helstu punktum erindisins hér á eftir.
Vígsla tveggja djákna í Skálholti:
Tveir djáknar voru vígðir í Skálholti á öðrum í hvítasunnu. Önnur vígslan er til þjónustu í Skálholti og hin vígslan er til sjálfboðaliðastarfs í Keflavíkurkirkju.
Djáknar og DÍ fagna öllum þeim sem vígjast til þjónustu fyrir Þjóðkirkju Íslands. Við gerum þó alvarlega athugasemd:
- ..að vígja djákna til sjálfboðaliðastarfs. Sem við teljum beinlínis hættuleg þróun fyrir framtíð djáknastarfsins.
Það skal tekið fram!
Við höfum ekkert við einstaklingana að sakast og er þetta alls ekkert perónulegt – heldur viljum við koma í veg fyrir það að þessi þróun verði að hefð. Það er fordæmi fyrir því að vígður var guðfræðimenntaður einstaklingur í sjálfboðaliðastarf – og teljum við að það fordæmi hafi „bitið okkur í hælinn“ með djáknavígslu til sjálfboðaliðastarfsins í Skálholti. Fordæmið var vígsla – í Kvennakirkjuna – sem olli bæði reiði og hneykslan hjá prestum á þeim tíma. Þegar við í stjórn DÍ gerðum alvarlega athugasemd við að þessi djáknavígsla yrði að veruleika – fengum við svarið að það væri fordæmi fyrir þessu – og væri ekkert því til fyrirstöðu að endurtaka það aftur – þ.e. að vígja til sjálfboðaliðaþjónustu. Við í DÍ teljum þetta óhæft með öllu – og teljum að þessi fordæmi ættu alls ekki að endurtaka sig.
Bréf til vígslubiskups í Skálholti!
Stjórn DÍ sendi því bréf til allra biskupanna. Svarið sem við fengum frá Kristjáni Björnssyni, vígslubiskups í Skálholti var: „Það er fordæmi fyrir þessu og að þetta væri allt og langt komið í ferlinu til að hægt væri að snúa þessu við!“
Við í DÍ gerum alvarlega athugasemd við það að samtalið átti sér ekki stað fyrir þessa vígslu.
Ályktun!
Ályktun var borin til samþykktar á aðalfundi DÍ um fyrrgreint málefni – þar sem fundurinn mótmælti harðlega að vígt sé til sjálfboðaliðastarfa! Ályktunin var Biskup Íslands. Sjá mf. ályktun sem send var síðast í fundargerðinni.
Meistaranámið í djáknafræðum í HÍ!
Í beinu framhaldi af þessu þá er það umhugsunarefni að á meðan verið er að bjóða upp á nýtt og víðtækara nám í djáknafræðum á meistarastigi eru því miður ekki störf í boði fyrir verðandi djáknakandidata. Einstaklingar leggja á sig bæði tíma og fjárnumi til fimm ára, í þeirri von um að fá störf við hæfi. Það er útbreyddur misskilningur að hægt sé að nota djákna þar sem skortur sé á prestum. Djákni er ekki hálfprestur/miniprestur – svo að það sé sagt! Áhersla díakonínunnar er kærleiksþjónusta í verki – að vera úti á „akrinum“. Áhersla díakoníunnar er að feta í fótspor Krists – að styðja og styrkja söfnuðinn úti á akrinum – þar sem prestsþjónustan á sér stað að mestu innan veggja kirkjunnar. Alls ekki minna mikilvægt heldur allt önnur nálgun í þjónustu Þjóðkirkjunnar. Við þurfum að eiga samtal og stefnumótun hvað eigi að gera við þá djáknakandidata, sem útskrifast með meistarapróf – og verða þ.l. með jafnlanga menntun og prestskandidatar í árum talið. Við teljum – því miður – að almennt er vanþekking á eðli díakonínunnar á meðal þjóna innan kirkjunnar.
Næst komandi laugardag – 15. júní – verður fyrsti djákninn (Elísabet Gísladóttir formaður DÍ) útskrifaður með MA í djáknafræðum. Meistaraverkefnið fjallar um sérhæfða sálgæslu fyrir fólk með langt gengna heilabilun og aðstandendur þeirra. Þetta meistaraverkefni er dæmi um mikla og vaxandi þörf á díakoníu og sérhæfðri sálgæslu.
Úrdráttur úr meistararitgerð Elísabetar í djáknafræðum.
Á Íslandi sem og í hinum vestræna heimi fer fjöldi þeirra vaxandi sem glíma við heilabilun. Sjúkdómurinn leggst á heilann og dregur jafnt og þétt úr allri getu til að sinna daglegum þörfum þar til einstaklingurinn deyr. Aðstandendur þeirra, þá sérstaklega makar upplifa margræða sorg (e. ambigous loss) sem er með öðrum hætti en þegar ástvinur deyr. Manneskjan er meira en líkaminn því þarf að sinna fleiru en líkamlegum þörfum hennar til að hún geti upplifað þau lífsgæði að vera manneskja. Þetta er áskorun fyrir sálgæsluna þar sem klassískar sálgæsluaðferðir nota samtal til tengslamyndunar en fólk með heilabilun hefur takmarkaða samskiptahæfni og er í stöðugri afturför en samt í mikilli þörf fyrir andlegan stuðning. Í þessari rannsókn sem byggð er á kenningarlegum aðferðum var gerð grein fyrir þverfaglegum leiðum sem þróaðar hafa verið í löndum sem við berum okkur saman við. Köllun sálgæslunnar byggir á spámannlegum grunni díakoníunnar sem mætir hverjum þeim sem er í neyð. Leitað var leiða til að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig getur því díakonían mætt þeirri áskorun sem felst í vaxandi þörf fyrir sálgæslu fólks með heilabilun og aðstandenda þeirra?
Fólk með heilabilun hefur þörf fyrir trúariðkun en missir frumkvæði til að iðka hana. Með sérhæfðri sálgæslu er beitt ólíkum aðferðum þar sem hefðbundnar sálgæsluaðferðir gagnast ekki. Víða erlendis hefur kirkjan vaknað upp af vondum svefni og hafið þróunarstarf til að mæta þessum sóknarbörnum sínum. En þetta er verkefni sem Þjóðkirkjan verður að gefa gaum að og vakna.
Það eru margir nemendur í meistaranáminu sem koma á eftir sem eru fullir áhuga og eftirvæntingar til að koma til þjónustu fyrir Þjóðkirkjuna. Þau blása vonandi lífi í þetta mikilvæga starf. Því er öflugt félag lykillinn að því að boða fagnaðarerindið til samfélagsins á nýjan hátt og kynnum það sem við höfum fram að færa. Aldrei sem fyrr hefur verið jafn mikilvægt að standa vörð um djáknastörfin og að þeim verið ekki dreift eins og afsláttarmiðum. Baráttumálið er að berjast fyrir því að djáknar verði ráðnir í 100% stöðu svo hægt sé að lifa af því starfi og að miðla þessari mikilvægu menntun til þjóðkirkjusafnaða. Formaður DÍ segir því hispurslaust að enginn stefnir að því að útskrifast eftir mörg háskólanámsár sem sjálfboðaliði – og það eigi við um alla vígða þjónan innan Þjóðkirkjunnar. Jesús segir: „Hver verkamaður er verður launa sinna!“
Rödd, sem á að heyrast!
Enn og aftur leggjum við áherslu á að þó svo við séum fá þá getum við verið öflug. Það er ýmislegt sem við gætum gert ef við leggjumst á eitt. Formaður DÍ er í þeirri aðstöðu að fá fjölda hjúkrunarfræðinema og læknanema til að kynna djáknaþjónusta innan þjóðkirkjunnar – og hefur það komið á daginn að djáknaþjónustan á hjúkrunarheimilum er það mikilvægt að hvert og eitt hjúkrunarheimili á að bjóða upp á þjónustu djákna sem sinnir anldegum þáttum íbúanna.
Kirkjuþing – hið almenna Ítrekun!
Ítrekað var: Á síðasta aðalfundi var samþykkt að óska eftir fulltrúa djákna á Kirkjuþingi. Engin svör h borist. Þau málefni sem kærleiksþjónustu kirkjunnar varðar – og eru á höndum Kirkjuþings hið almenna – er því mikilvægt að rödd djáknanna – sem sinna þessari þjónustu berist inn á Kirkjuþing og þaðan út í söfnuði.
Enn og aftur teljum við að djáknar eigi að vera með málsvara á Kirkjuþingi – hinu almenna. Við leggjum því til að djáknar eigi sinn fulltrúa á Kirkjuþingi – hinu almenna, eins og leikmenn, safnaðarfólk og prestar – þó ekki væri nema að eiga áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt – til að byrja með! Reynslan hefur sýnt að við eigum engan málsvara á þinginu og það hefur enginn talað okkar máli síðan Björgvin og Hjalti fóru af þinginu. Samkvæmt síðasta aðalfundi þá sendum við inn ályktun til forseta Kirkjuþings – hið almenna um ósk að fá fulltrúa djákna inn á Kirkjuþingið – en því miður höfum við ekki enn fengið svar – eingöngu að ályktunin hafði verið móttekin. Við leggjum því til á þessum aðalfundi DÍ að önnun ályktun verð send til forseta Kirkjuþings – hið almenna og einnig sendum við á nýjan biskup – Frú Guðrúnu Karls Helgudóttur og forseta Kirkjuþings Drífu Hjartardóttur varðandi þessa ósk okkar djákna – þ.e. að fá fulltrúa djákna með málfrelsi og tillögurétt inn á Kirkjuþing – hið almenna.
Á síðasta aðalfundi!
Samþykkt var að senda inn fyrirspurn um stefnumótun kærleiksþjónustu kirkjunnar. § Bréfið var sent – en því miður engin svör. Aðalfundur leggur því til að senda nýjum biskupi annað bréf sama efnis – það var einróma samþykkt!
Fræðagarður – kaup og kjör!
Formaðurinn er í stöðugu sambandi við Visku, sem áður var Fræðagarður og er innan BHM – til að fylgjast með því sem þar er að gerast. Félagið sameinaðist öðrum minni félögum innan BHM sem gerir okkur að fjölmennasta félagi innan BHM. Þar höfum við rödd sem við getum og verðum að nýta okkur. Félagið styrkti okkur um 100.000.- til að halda ráðstefnu um mikilvægi díakoníunnar. Þau sem hafa leitað til félagsins Visku teljum við hafa fengið góða aðstoð – að öllu jöfnu. Við djáknar teljum það hafa verð gæfuspor að gerast fagfélag innan Fræðagarðs, sem nú er Viska. Samningar eru nú lausir varðandi laun djákna.
Skýrslan borin upp til samþykkis!
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum!
Gjaldkeri kynnir reikninga ársins 2022- 2023.
- Reikningar bornir upp til samþykkis. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
- Félagsgjöldin eru áfram 7000.- kr. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Stjórnarkjör!
- Formaður bauð sig fram til eins árs. Elísabet Gísladóttir, býður sig áfram fram til eins árs ef engin framboð berast.
- Anna Elísabet Gestsdóttir, Ásta Ágústsdóttir og Kristín Kristjánsdóttir voru kosnar til tveggja ára á síðasta tímabili og eiga því eitt ár eftir.
- Hólmfríður Ólafsdóttir gjaldkeri býður sig fram til næstu tveggja ára.
Ef engin önnur framboð berast. Samþykkt.
- Skoðunarmenn reikninga: Ásta Ágústsdóttir og Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni buðu sig fram til næsta árs.
Nefndir félagsins!
Það eru þrjár nefndir inna félagsins. Nefndirnar hafa ekki skilað skýrslum eða tillögum að þessu sinni. Á síðasta aðalfundi var lagt til að endurkoða nefndirnar
- Lagt er til að fyrsti fundur nefndarinnar verði með stjórn.
b) Lagt er til að þau sem eru í nefndunum bjóði sig áfram til tveggja ára.
1. Laganefnd: Ásta Ágústsdóttir formaður, Anna Hulda Júlíusdóttir og Vilborg Ólöf Sigurðardóttir djákni.
2. Kjörnefnd: Kristin Kristjánsdóttir formaður, Þórey Dögg Jónsdóttir djákni og Steinunn Þorbergsdóttir djákni.
3. Endurmenntunarsjóður: Magnea Sverrisdóttir formaður, Ragnheiður Sverrisdóttir og Ingunn Björk Jónsdóttir.
Ítrekun á bréfi stjórnr DÍ.
Ályktun aðaflundar Djáknafélags Íslands sem haldin var í Breiðholtskirkju þann 13. júní 2024. Kl. 17:00
- Ítreka bréf sem sent var til biskupa Íslands þann 10. maí s.l.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands, Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti, Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum og Guðrún Karls Helgudóttir verðandi biskup Íslands:
Ályktun aðalfundar!
Reykjavík 13. júní 2024
Háttvirtu biskupar,
Frú Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands, Hr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti og Hr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum.
Á aðalfundi Djáknafélags Íslands, sem haldinn var þann 13. júni 2024 var samþykkt eftirfarandi ályktun:
Djáknafélags Íslands fordæmir harðlega vígslu djákna í launalaust sjálfboðastarf.
Þetta teljum við vera grundvallarstefnubreytingu á ráðningarsambandi djákna við Þjóðkirkjuna, ekki síst í ljósi þess að breytingar hafa orðið á námi djákna sem nú útskrifast með meistarapróf eftir fimm ára háskólanám.
Með því að vígja djákna í sjálboðaliðastarf er grafið undan starfsöryggi og starfsmöguleikum djákna, einnig lítum við svo á að hér sé verið að smætta djáknastarfið.
Aðalfundur Djáknafélags Íslands mótmælir slíkum vinnubrögðum harðlega.
Fyrir hönd djákna á Íslandi,
Elísabet Gísladóttir formaður Djáknafélags Íslands.
Önnur mál
Stefnumótum kærleiksþjónustu kirkjunnar.
Á síðasta aðalfundi var samþykkt að senda inn fyrirspurn um stefnumótun kærleiksþjónustu kirkjunnar.
- § Bréfið var sent – en engin svör. Aðalfundur leggur þvi til að senda nýjum biskupi yfir Íslandi – annað bréf sama efnis. Samþykkt!
- Við leggjum einnig til að senda inn ítrekaða fyrirspurn um stefnumótun kærleiksþjónustu kirkjunnar. Hagsmunir djákna og kirkjunnar í heild byggist á díakoníunni þegar litið er til framtíðar og fækkunar í kirkjunni. Því er mikilvægt að hvetja Kirkjuþing að virkja stefnu sína í kærleiksþjónustu og díakoníu kirkjunnar.
Starfsfþjóunarferð djáknfélagsins
Ingunn Björk Jónsdóttir djákni – mun kanna möguleika á starfsþróunarferð/ vettvangsferðir í diakoniu. Vettvangsferð til Svíþjóðar/ Noregs/ Þýskalands, á vegum Erasmus. Hún mun kanna málið og kynna fyrir okkur hin á næsta aðalfundi.
Nokkur orð um erindi Ninnu Edgarth á ráðstefnu djákna!
Anna Elísabet Gestsdóttir tekur saman punkta Ninnu Edgarth ,,Getur díakonían bjargað kirkjunni?‘‘ Margt mjög svo áhugavert og uppbyggjandi fyrir Þjóðkirkju Íslands.
Bæn og þakkar í lokin!
Formaður þakkar fyrir komuna og þakkar einnig Önnu Elísabetu fyrir að taka á móti DÍ í Breiðholtskirkju, frætt enn frekar um erindi Ninnu Edgarth., og ritun fundargerðar, Hólmfríði gjaldkera fyrir að útbúa veitingar og Ástu fyrir fundarstjórn. Einnig langar formanni að þakka Hólmfríði og Kristínu í stjórn fyrir gott samstarf og að lokum þakkir til þeirra sem mættu og létu mál djákna á Íslandi varða. Formaður biður þess að við öll göngum í ljósi kærleika Guðs í lífi og starfi. Takk fyrir!
Fundi slitið kl. 19:30.
Sign; Anna Elísabet Gestsdóttir, ritari stjórnar DÍ.