Flyga utan vingar
Dagana 4 – 6. okt. 2005 sóttu djáknarnir Rósa Kristjánsdóttir og Valgerður Valgarðsdóttir ráðstefnu sænsku sjúkrahúskirkjunnar, en þær eru báðar djáknar á sjúkrahúsum. Hér á eftir fer ferðasaga þeirra.
Ráðstefnan var haldin um borð í skemmtiferðarskipi Silja Serenade, sem sigldi til Helsinki í Finnlandi. Yfirskrift ráðstefnunar var “ Flyga utan vingar “
Við flugum til Stokkhólms 3. okt, fengum inni á góðu hóteli í miðborg Stokkhólms, en daginn eftir, 4. okt áttum við að mæta um borð í Silja Serenade.
Fyrsta daginn notuðum við því til að skoða okkur um í borginni, sem skartaði fögru haustveðri, við nutum samveru og borðuðum um kvöldið á Líbönskum veitingarstað.
Daginn eftir mættum við til skráningar í þessu flotta skipi. Þar var tekið á móti okkur eins og gömlum vinum en við höfum báðar sótt ráðstefnu sænsku sjúkrahúskirkjunnar áður, og eigum því orðið góða vini innan hennar. Ráðstefnan hófst kl. 11. oo með guðsþjónustu, þar talaði sr. Bernt Eriksson, sjúkrahúsprestur í Lundi, spilað var á selló og sýndur listdans.
Eftir hádegisverð var fyrsti fyrirlesturinn fluttur af Anitu Goldman, þekktri sænskri konu – rithöfundi sem kynnti bók sína um Guds elskarinnor.
Eftir kaffi áttum við Rósa frí, þar sem komið var að ársfundi sænku sjúkrahúskirkjunnar, við gátum því notið veðurblíðu og brottfarar, en skipið hélt úr höfn kl. 17.00. Eftir kvöldverð var kvöldbæn.
Um nóttina var siglt til Helsinki en þangað komum við kl. 9.00 að morgni 5. október. Þar biðu ráðstefnugsesta ( ca. !00 manns ) rútur sem fluttu okkur að Tempelplatsen en þar er hin fræga Tempelplatsens kyrka, mjög falleg, byggð inn í klett. Þar byrjaði dagurinn meðmorgunbæn, en síðan var kominn fyrirlesari Merete Mazzarella, sænsk / finnsk sem fjallaði um efnið “ Hvað er heilsa ?? Eftir þann fyrirlesari var frjáls tími, og sem fyrr nutum við veðurblíðu og borgarinnar.
Silgt var úr höfn sama dag kl. 17.00 og um kvöldið var hátíðarkvöldverður og skemmtun. Næsta dag vorum við aftur komnar til Stokkhólms, en áfram hélt ráðstefnan og kl. 9.45 var síðasti fyrirlesturinn. Það var Lars-Ake Lundberg, prestur sem starfað hefur lengi með börnum og unglingum sem átt hafa erfitt í æsku, hans fyrirlestur bar yfirskriftina “ Við höfum það betra en við teljum “ Mjög áhrifamikill og góður fyrirlestur.
Eftir hann var komið að lokum þessara mögnuðu daga, en ráðstefnan endaði á messu sem prestar frá Stokkhólmi sáu um. Við erum þakklátar fyrir það að hafa fengið tækifæri til að fara þessa ferð, að hitta vini okkar og njóta samveru.