Lög Djáknafélags Íslands
Hér fyrir neðan er að finna lög Djáknafélags Íslands eins og þau voru samþykkt á aðalfundi félagsins árið 2007.
Nafn
1.gr.
Nafn félagsins er Djáknafélag Íslands, skammstafað D.Í. Lögheimili og varnarþing er í Reykjavík.
Félagar
2.gr.
Djáknar sem starfa á grundvelli hinnar evangelísku-lúthersku kirkju hafa rétt til inngöngu í Djáknafélag Íslands. Þeim ber að hlíta siðareglum félagsins og greiða tilskilin gjöld til þess. Ennfremur geta djáknakandidatar, sem lokið hafa viðurkenndu djáknanámi hérlendis eða erlendis og starfsþjálfun, fengið aukaaðild að félaginu og hafa tillögurétt, málfrelsi, og rétt til að gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið. Aðeins fullgildir djáknar skulu þó sitja í stjórn. Sækja þarf skriflega um aðild að D.Í.
Stjórn D.Í. sker úr um ágreiningsatriði varðandi félagsaðild.
Tilgangur
3.gr.
Tilgangur félagsins er að vera málsvari félagsmanna sinna og gæta faglegra hagsmuna þeirra í öllu því er varðar störf þeirra og embætti. Ennfremur að stuðla að endurmenntun þeirra og efla með þeim samstarf. Félagið er fagfélag djákna.
Aðalfundur
4.gr.
Aðalfundur félagsins skal haldinn eigi síðar en í maí ár hvert. Aðalfund skal boða minnst með fjórtán daga fyrirvara með bréfi til félagsmanna, þar sem dagskrá fundarins kemur fram og tillögur um lagabreytingar ef það á við. Tillögur að lagabreytingum skulu hafa borist stjórn D.Í. a.m.k. þrjátíu dögum fyrir aðalfund. Breytingartillögur eru sendar út með aðalfundarboði. Til lagabreytinga þarf tvo þriðju (2/3) atkvæða fundarmanna. Á aðalfundi flytur formaður skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári. Gjaldkeri skýrir frá fjárhag félagsins og leggur fram endurskoðaða reikninga síðasta árs. Reikningar félagsins ná til almanaksársins. Þá skulu nefndir og einstaklingar, sem falin eru störf í þágu félagsmanna, skila skýrslu. Atkvæðisréttur á aðalfundi er bundinn því að félagsmaður hafi greitt tilskilin félagsgjöld. Ef þörf krefur er stjórn D.Í. heilmilt að boða til auka-aðalfundar á sama hátt og til reglulegs aðalfundar. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað
Stjórn
5.gr.
Stjórn félagsins er kosin til tveggja ára í senn á aðalfundi D.Í. Skipa hana þrír djáknar og einn til vara. Formaður skal kosinn fyrst, að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Aldrei skulu allir stjórnarmenn ganga úr stjórn samtímis. Jafnframt skal á aðalfundi kosið til annarra trúnaðarstarfa innan DÍ. Tveir skoðunarmenn reikninga skulu kosnir á aðalfundi til eins árs í senn
Merki
6.gr.
Merki félagsins bera aðeins djáknar. Merkið er kross og þrír sólstafir innan í hring, sem er númerað í vígslu röð. Við fráfall djákna verður merkið eign félagsins og ber að skila því til stjórnar D.Í.
Félagsgjöld
7.gr.
Félagsgjöld greiða djáknar samkvæmt ákvörðun aðalfundar. Djáknar á eftirlaunum greiða hálft félagsgjald en njóta sömu réttinda og djáknar á aðalfundum. Djáknakandidatar greiða hálft félagsgjald (sjá réttindi þeirra í 2.grein).
Félagsfundir
8.gr.
Félagsfundi skal halda a.m.k. tvisvar á ári.
Fundargerðir
9.gr.
Fundagerðir skal halda um félags-og stjórnarfundi.
Lög þessi eru samþykkt á aðalfundi D.Í. árið 2007.