Guðfræði – Djáknanám
BA gráða
Djáknanám er starfsréttindanám sem miðar að því að mennta djákna og gera þá í stakk búna til að gegna líknar- og fræðslustörfum í samvinnu við sóknarpresta. Einnig geta þeir starfað á einstökum stofnunum, s.s. á sjúkrahúsum. Djáknaembættið er sérstakt embætti innan kirkjunnar og eru djáknar því vígðir af biskupi.