Nýtt nám í djáknafræði

Djáknafræði

MA gráða – 120 einingar

Í meistaranámi í djáknafræði er miðað að því að búa nemendur undir ýmis störf á ólíkum sviðum kærleiksþjónustu innan kirkjunnar eða hinna ýmsu þjónustustofnana.

MA nám í djákafræði er sniðið að nemendum sem hafa lokið bakkalárprófi BA í guðfræði, uppeldis- og menntunarfræði, félagsráðgjöf, hjúkrunarfræði og nemendum með kennaramenntun. Nemendur með próf úr sambærilegum greinum sem nýtast á sviði kærleiksþjónustu geta einnig sótt um námið.

Námið er þverfræðilegt og lögð er áhersla á sjálfbærni, margbreytileika og mannréttindamál í samræmi við aukið vægi þessara þátta í kennslu og rannsóknum á sviði djáknafræði á alþjóðavísu.

Nemendur geta valið að sérhæfa sig á ákveðnu sviði, til dæmis með því að sækja:

  • nám í sálgæslu á meistarastigi við Endurmenntun HÍ
  • annað framhaldsnám á Menntavísindasviði
  • annað framhaldsnám á Félagsvísindasviði
  • Meginmarkmið
  • Markmið námsins er að nemendur öðlist staðgóða þekkingu í djáknafræði og undirstöðuatriðum guðfræði. Einnig að búa nemendur undir ýmis störf á ólíkum sviðum kærleiksþjónustu innan kirkjunnar eða hinna ýmsu þjónustustofnana.
  • Að loknu MA-námi í djáknafræði getur kandidat, sem hefur lokið starfsþjálfun á vegum þjóðkirkjunnar, hlotið embættisgengi til að sækja um djáknastarf og taka vígslu.