Afhending fyrsta MA skírteinisins í djáknafræðum
Þann 15. Júní síðastliðinn útskrifaðist fyrsti MA nemandinn í djáknafræðum frá Háskóla Íslands. Það var Elísabet Gísladóttir djákni og formaður Djáknafélags Íslands sem reið á vaðið.
Meistararitgerð hennar fjallaði um sérhæfða sálgæslu fyrir fólk með langt gengna heilabilun og aðstandendur þeirra. Ritgerðin er hagnýt og sérhæfð fyrir sálgæta til að mæta þörfum þeirra sem sinna vaxandi hóp fólks með heilabilun sem horfið hafa inní ómynnið og geta ekki lengur nýtt hefðbunda sálgæslu vegna takmarkaðrar tjáningargetu. Með sérhæfðum aðferðum sem kynntar eru í ritgerðinni eru leiðir og hugmyndir kynntar til að nýta í þjónustu við þennan hóp. Ásamt því að fjalla um díakoniulega áskorun sem bendir á ábyrgð og skyldur kirkjunnar til að vakna upp og sinna þessum sóknarbörnum á þeirra forsendum.