Málfundur um framtíðarsýn þjóðkirkjunnar

Framundan er málþing um framtíðarsýn þjóðkirkjunnar í breyttu andlegu/trúarlegu landslagi í Evrópu. Í kynningu málfundarins má lesa að þjóðkirkjur hafa nær alls staðar tapað fyrri stöðu sinni og að æ fleiri kjósi að standa utan trúfélaga. Einnig hafa orðið miklar breytingar á samskiptum ríkis og kirkju sem um leið vekur spurningar um hvaða stað hinn aldagamli sögulegi og menningarlegi arfur þeirra tengsla geti átt í samfélagi komandi kynslóða. Hér á landi hefur þessi þróun sérstaklega átt sér stað undanfarin 20 ár og hafa nokkrir þættir hugsanlega hraðað henni hér á landi.

Málfundinum er ætlað að hefja skipulega umræðu um stöðu þjóðkirkjunnar, hvernig hún hyggist starfa í breyttri menningu, um samskipti ríkis og kirkju og um fjármál kirkjunnar. Framsögu á fundinum hafa Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður  sóknarnefndar Grafarvogskirkju og sr. Halldór Reynisson, Nánari upplýsingar eru í frétt á vefnum kirkjan.is.