Meistararitgerð um stöðu djáknaþjónustunnar

Svala Sigríður Thomsen djákni lauk meistaraprófi í guðfræði við Háskóla Íslands árið 2007. Ritgerðin hennar er nú aðgengileg á vef Djáknafélagsins.  Við þökkum Svölu fyrir að deila verkinu með okkur og mun framlag hennar til fræðanna vonandi nýtast öðrum vel. Smellið hér til að lesa.

Í inngangi höfundar segir svo: Ritgerðin Staða djáknaþjónustu innan íslensku kirkjunnar er 30 eininga rannsókn til meistaraprófs í praktískri guðfræði í djáknafræðumViðfangsefni rannsóknarinnar er staða djákna innan hinnar kirkjulegu þjónustu, hlutverk þeirra í nútímanum og framtíðarsýn. Leitað var að grundvellinum að þjónustu djákna í guðfræði hennar og sögu, í innri og ytri köllun þeirra, menntun, vígslu, starfsþjálfun og embættisgjörð þjónustunnar. Rannsóknarspurningu er ætlað að leiða í ljós viðhorf, væntingar og veruleika djáknaþjónustu innan íslensku kirkjunnar.”