„Þess vegna læt­ur kirkj­an í sér heyra“

Agnes M. Sig­urðardótt­ir, bisk­up Íslands, lagði áherslu á að kirkj­an léti í sér heyra vegna hluta sem ekki styðja við lífið og lánið, í pre­dik­un sinni í ný­árs­messu Dóm­kirkj­unn­ar í dag.

Þar á meðal væru lífs­hætt­ir jarðarbúa sem stefni jörðinni í átt að eyðilegg­ingu, þegar fólk flýr heim­kynni sín vegna órétt­læt­is af ýms­um toga, vegna fá­tækt­ar og hung­urs eða hvers ann­ars sem ekki styður við lífið og lánið.

„Jesús sjálf­ur lét í sér heyra þegar hon­um mis­líkaði fram­ganga yf­ir­valda, þegar hann horfði upp á órétt­læti eða skort á kær­leika. Hann braut viðtekn­ar venj­ur eins og þegar hann læknaði á hvíld­ar­degi. Hann benti á sam­hjálp þegar hann talaði um mis­kunn­ar­verk­in og endaði ræðu sína á að „allt sem þér gerðuð ein­um minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér“,“ sagði bisk­up í ávarpi sínu.

Jesús hafi talað máli barna og kvenna sem ekki höfðu jafna stöðu og karl­ar í sam­fé­lag­inu. Hann hafi sagst vera veg­ur­inn, sann­leikk­ur­inn og lífið og hann sagðist eft­ir­láta okk­ur sinn frið.

„Trú er ekki prívat. Hún er per­sónu­leg. Trú­in er ekki einka­mál því hún hef­ur ekki aðeins áhrif á líf hins trúaða ein­stak­lings held­ur þeirra sem viðkom­andi um­gengst. Trú er lífs­skoðun og þess vegna deil­um við trú okk­ar með öðrum í sam­tali og sýn­um hana í og með verk­um okk­ar.  And­leg leit er mik­il í nú­tím­an­um og leit­ast marg­ar sókn­ar­kirkj­ur við að svara þeirri þörf þar sem aldagaml­ar hefðir og nú­tíma mögu­leik­ar eru viðhöfð,“ sagði Agnes í lok­in.