Dagur líknar- og kærleiksþjónustu
6.september er dagur diakoniunnar.
Þá verður útvarpsmessa frá Seltjarnarneskirkju. Sr. Kristín Pálsdóttir, prestur heyrnarlausra, prédikar og Elísabet Gísladóttir, djákni, kynnir starf kirkjunnar á hjúkrunarheimilum.
Í messunni verður sunginn sálmur sem dr. Sigurbjörn Einarsson tileinkaði djáknum. Sálmurinn heitir Gef mér þinn kærleik Kristur. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari og kammerkór Seltjarnarneskirkju syngur. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson og Ragnheiður Sverrisdóttir lesa texta dagsins.